Saga fyrirtækisins
BB skilti er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var í Keflavík árið 1977, þar fór starfssemin fram fyrstu 28 árin. Árið 2005 fluttist fyrirtækið í húsnæði sitt að Miðhrauni 22b í Garðabæ þar sem það hefur haft aðsetur síðan.
Í upphafi voru merkingar silkiprentaðar eða handmálaðar en fyrirtækið hefur þróast með nýjustu tækni sem völ er á.
Þess vegna getum við í dag boðið uppá fjölbreytt úrval merkinga og skilta.
Núverandi húsnæði
Hér voru umferðaskilti framleidd
Núverandi húsnæði
TrafficJet CMSpot6
TrafficJet CMSpot6 prenttæknin samanstendur af sérútbúnum Mutoh prentara sem með bleki frá Avery Dennison.
Öll prentun er á endurskinsdúk frá Avery Dennison og varin með hlífðarfilmu sem hægt er að fá með veggjakrotsþolni.
Efni, prentun og frágangur uppfyllir evrópska staðla um gæði og endingu.
HP Latex 360
HP latex prentarinn okkar býður upp á endalausa möguleika í prentun. Hann gerir okkur kleift að prenta stórar (allt að 1.6m að breidd) háupplausnamyndir (1200x1200 DPI) á margskonar tegundir af pappír.
Hægt er að framleiða límfilmur, auglýsingar, ljósmyndir, veggfóður, strigaprentanir og margt fleira.
Prentanir henta bæði innan- sem utandyra, þar sem blek og pappír þurfa að standast mikið álag frá íslenskri veðráttu.
Blekið sem við notum er umhverfisvottað af UL ECOLOGO®, UL GREENGUARD GOLD og mætir AgBB viðmiðum.